Áfangi

ÍÞRÓ2ÚT02

Markmið

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • notkun GPS-tækja og staðsetningarhugbúnaðar
  • hugtökum leiðarpunktur og leið
  • helstu merkingum gönguslóða
  • mögulegum hættum
  • réttum útbúnaði við fjallgöngur á öllum árstíðum
  • helstu atriðum í náttúruverndarlögum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota GPS-tæki og merkja staðsetningar
  • merkja gönguslóðir á GPS-tæki og vinna með á tölvutæku formi
  • ganga eftir skráðum gönguslóðum í engri skyggni eftir GPS-punktum
  • undirbúa gönguferð miðað við veður og aðstæður hverju sinni
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta mögulegar hættur á gönguleiðum
  • skipuleggja og leiða gönguferð
  • meta ástand gönguleiða og leggja til úrbætur
  • greina áhrif ferðarmennsku á umhverfi

Efnisatriði

GPS-staðsetning, áttaviti, merkja gönguslóðir og fara eftir GPS-slóð í engu skyggni. Merkingar gönguslóða, mat á ástandi gönguslóða, mat á hættum (veður, snjóflóð o.s.frv.). Útbúnaður fyrir fjallgöngur á öllum árstímum.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Gögn frá kennara

Námsmat

Nemendur þurfa að taka þátt í a.m.k. 3 af 4 fjallgöngum sem skipulagðar eru á önninni.