Áfangi

Raungrein (líf- og efnafræði)

Markmið

Meginmarkmið að nemendur: Þekki helstu grunnhugtök líffræðinnar og nái að tengja þau við fyrri þekkingu og sitt daglega líf. Þjálfist í grundvallarvinnubrögðum líffræðinnar, kynnist smásjárvinnu, söfnun gagna, túlkun og framsetningu niðurstaða. Geri sér grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og frumkvæði

Efnisatriði

Fjallað er um einkenni lífvera, lífræn efni og frumur, erfðir, einkenni og lifnaðarhætti helstu hópa lífvera og vistfræði.

Námsfyrirkomulag

Kennsluhættir byggja á innlögn kennara um einstaka efnisþætti, verkefnavinnu nemenda í tímum og heima, verklegum æfingum og vettvangsferðum.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

1. Skilaverkefni og skýrslur (35%) Átta skilaverkefni og skýrslur, einkunn fyrir sjö hæstu gildir 35% af heildareinkunn Ekki er tekið við verkefnum viku eftir auglýstan skiladag né þegar kennari hefur skilað þeim til baka Sé verkefni ekki skilað á auglýstum skiladegi dregst 0,5 frá einkunn fyrir hvern dag sem líður þar til verkefninu er skilað Öll verkefni eru einstaklingsverkefni nema annað sé tekið fram 2. Hlutapróf (10%) Þrjú hlutapróf, einkunn fyrir tvö hæstu gildir 10% af heildareinkunn Ath! Engin sjúkrapróf í hlutaprófum! 3. Raunmæting (10%) 99-100%=10, 96-98%=9, 93-95%=8, 90-92%=7, 88-89%=6, 85-87%=5 83-84%=4 81-82%=3 ; 80%=2 ; undir 80%=0 4. Lokapróf (45%) Athugið að til að standast áfangann þarf að fá amk 4,5 á lokaprófi Símat: Hægt er að sleppa við lokapróf í áfanganum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: Meðaleinkunn úr 3 hlutaprófum sé a.m.k. 7,5 Skila þarf a.m.k. 7 af 8 skilaverkefnum/skýrslum (fullnægjandi skil) Raunmæting sé a.m.k. 85% Ef nemandi tekur ekki lokapróf er námsmat með eftirfarandi hætti: Meðaleinkunn úr hlutaprófum gildir 40% Mætingareinkunn gildir 10% Meðaleinkunn fyrir skilaverkefni og skýrslur gildir 50%