Áfangi

Raungrein (jarð- og eðlisfræði)

Markmið

Að nemendur:
 geri sér grein fyrir jarðfræði sem vísindagrein. 
 þekki myndun alheimsins og sólkerfisins. 
 þekki helstu reikistjörnur sólkerfisins og áhrif tunglsins á jörðina. 
 geri sér grein fyrir undirstöðuatriðum í veðrakerfi jarðar. 
 geti gert grein fyrir helstu þáttum í haffræði. 
 þekki innrænu öflin og hvernig þau birtast okkur. 
 geri sér grein fyrir því hvernig innrænu öflinu eru nýtt. 
 geri sér grein fyrir helstu jarðefnum á Íslandi. 
 þekki útrænu öflin og birtingarform þeirra. 
 umhverfislæsi nemenda aukist.

Efnisatriði

Kort og kortalestur
Umhverfissiðfræði
Haffræði
Veðurfræði
Jarðfræði (innræn og útræn öfl)

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn frá kennurum, fyrirlestrum, myndböndum og sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda. Innlögn kennara fer bæði fram í tímum sem og inn á Moodle þar sem nemendur skila öllum sínum verkefnum. Einnig verður farið í 2 vetvangsferðir.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Kennaraeinkunn 10% (ástundun og virkni í tímun)
4 Skilaverkefni í Moodle verkefni 20%
2 Vetvangsferðir 10%
Hlutapróf (2 talsins) 60 %

2 hlutapróf verða tekin á önninni, og gilda hvert þeirra 30% af lokaeinkunn. Ekki verða „sjúkrahlutapróf“á önninni, aðeins sem lokahlutapróf á prófatíma.