Áfangi

LLÖ 103

Markmið

Að nemandi:
• hafi innsýn í þau lög sem lyfjatæknar vinna eftir
• kunni að leita upplýsinga í lögum og reglugerðum
• geti starfað í anda lyfjalaga
• geti veitt upplýsingar um efni sem tengjast lyfjalögum
• þekki muninn á löglegum og röngum lyfseðlum
• viti í hvaða magni lyfjum má ávísa á lyfseðil
• þekki hvaða lyf eru eftiritunarskyld og hvernig þau eru afgreidd
• þekki hvaða lyf eru ávanabindandi og hvaða reglur gilda um afgreiðslu þeirra
• viti hvaða reglur gilda um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir
• þekki lög og reglugerðir sem fjalla um heilbrigðisstéttir
• þekki lög og reglur um almannatryggingar
• viti um hvað eiturefnalöggjöfin snýst
• viti hvaða skilyrði lyfjabúðir, lyfjaheildverslanir, lyfjaframleiðslufyrirtæki og sjúkrahúsapótek þurfa að uppfylla til að geta starfað samkvæmt lögum
• þekki reglur sem gilda um símalyfseðla og undanþágulyfseðla
• viti hvaða lyfjum má ávísa í gegnum síma og í hvaða magni
• geti yfirfarið lyfseðla og leiðrétt í samvinnu við lyfjafræðinga
• þekki skráningarferli lyfja.

Efnisatriði

Lyfjalöggjöfin, lyfjadreifingarlöggjöfin, starfsgreinalöggjöfin, ávana- og fíkniefnalög-gjöfin, almannatryggingalöggjöfin, eiturefnalöggjöfin.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar og verkefnavinna.

Kennslugögn

Lög og reglugerðir – sótt rafrænt (í Moodle) eða mappa með öllu efninu (hjá kennara).

Námsmat

Hlutapróf (4)   60%

Skilaverkefni   40%

85% mætingarskylda og lágmarkseinkunn 7,0