Áfangi

STÆ 122

Markmið

Markmið kennslunnar er að kynna fyrir nemendum helstu hugtök rúmfræðinnar og að þjálfa þá í að vinna með þessi hugtök. Nemendur tileinki sér nákvæm og vönduð vinnubrögð við lausn stærðfræðiverkefna.

Efnisatriði

Frumhugtök rúmfræðinnar. Línur og horn í þríhyrningi og hornasumma þríhyrnings.  Horn og bogar í hringjum. Ummál, flatarmál og rúmmál. Einshyrndir þríhyrningar. Pýþagórasarregla. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Stærðfræði 103 eftir Jón Þorvarðarson, Reykjavík 2012 (svört kápa). Lesnir verða kaflar 6-12 að báðum meðtöldum.

Námsmat

Námsmat byggist annars vegar á frammistöðu nemandans á lokaprófi og hins vegar á vinnu nemandans yfir önnina.
Þannig gilda hlutapróf og önnur skilaverkefni 30% af námsmati, mæting og vinnusemi í kennslustundum gilda 10% og lokapróf gildir 60%.
Til að standast áfangann þarf nemandinn að ná einkunninni 4,5 bæði á lokaprófi og í heildareinkunn.

Tengd vefslóð

http://staerdfraedi.fa.is/content/st%C3%A6-122">http://staerdfraedi.fa.is/content/st%C3%A6-122