Áfangi

LYH 203

  • Áfangaheiti: LYHV2LL05
  • Undanfari: LYHV2FD05

Markmið

Að nemandi:
öðlist skilning á eðli lyfjaforma og gerð þeirra
viti hvaða áhrif geymsla og pakkningar hafa á lyf
geti leiðbeint um notkun og meðferð lyfjaforma
geri sér grein fyrir hvaða áhrif mismunandi geymsluskilyrði hafa á lyf
viti hvaða pakkningar eru til fyrir lyf og hvernig þær eru merktar
hafi þekkingu á fyrningardagsetningum
öðlist skilning á sérstöðu mismunandi sjúklingahópa sem neyta lyfja eins og aldraðra, barna, kvenna á meðgöngu og með barn á brjósti
viti hvað gerist samhliða notkun áfengis og lyfja
þekki til lyfja sem hafa áhrif á aksturshæfni
viti hvaða lyf íþróttamenn mega nota og hver ekki.

Efnisatriði

Lyfjaform til inntöku, lyfjaform til innstungu, lyfjaform til innöndunar eða innúðunar, lyfjaform í endaþarm, lyfjaform í leggöng og leg, lyfjaform í augu, eyru og nef, lyfjaform á húð, geymsluþol lyfja, geymsla og merking lyfja, pakkningar lyfja, lyfjagjöf til aldraðra, lyfjagjöf á meðgöngu, lyfjagjöf við brjóstagjöf, lyfjagjöf til barna, áfengi og lyf, akstur og lyf, íþóttir og lyf.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna.

Kennslugögn

Lyfjahvarfafræði II, eftir Guðrúnu Kjartansdóttur.

Námsmat

Verkefni, hlutapróf og lokapróf.