Áfangi

Samfélagshjúkrun

  • Áfangaheiti: HJÚK3FG05
  • Undanfari: HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Í áfanganum er fjallað um hugtök og kenningar í fjölskyldu- og geðhjúkrun ásamt heimahjúkrun og heilsugæslu. Farið er í kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar, þarfir og verkefni fjölskyldumeðlima á ýmsum þroskastigum. Farið er í hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfangsefni í tengslum við fjölskyldu- og heimahjúkrun. Fjallað er um algengar geðraskanir, hjúkrun, forvarnir og endurhæfingu geðsjúkra með áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun. Áhersla er lögð á að nemandinn kynnist mikilvægi geðhjúkrunar á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður.
Gott er að taka áfangann samhliða HJÚK3ÖH05.

Kennslugögn

Samfélagshjúkrun eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur. Iðnú 2021.
Efni frá kennara sem vísað er sérstaklega til í tengslum við námsefni.

Námsmat

Símat, verkefni og próf. Vettvangsheimsóknir. Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.