Áfangi

NÁT 123

Markmið

Að nemendur:
·         Þekki helstu grunnhugtök efna- og eðlisfræði og nái að tengja þau við fyrri þekkingu og sitt daglega líf. 
·         Þjálfist í grundvallarvinnubrögðum við tilraunir í efna- og eðlisfræði, kynnist söfnun gagna, túlkun og framsetningu niðurstaða.
·         Geri sér grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og frumkvæði.

Efnisatriði

Vísindalegar aðferðir, SI-einingar og aðrar mælieiningar, forskeyti, eðlismassi, atómið, lotukerfið, heiti efna, rafeindaskipan, hraði, hröðun, kraftlögmálin, afl, vinna og þyngdarstöðuorka.

Námsfyrirkomulag

Námið í áfanganum skiptist í 2 hluta:

  1. Efnafræði (50%)
  2. Mælieiningar og eðlisfræði (50%)

Kennsla fer fram með fyrirlestrum, fjölbreyttri verkefnavinnu í kennslustundum og í gegnum námsumhverfið Moodle. Einnig verða framkvæmdar nokkrar verklegar æfingar.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Til lokaeinkunnar verða metin skilaverkefni, hlutapróf, skýrslur úr verklegum æfingum og lokapróf.
Nemendur hafa möguleika á að sleppa við lokapróf ef þeir ná tilskilinni einkunn úr hlutaprófum og hafi skilað öllum verkefnum.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/Index.htm