Áfangi

Samskipti

  • Áfangaheiti: SASK2SS05
  • Undanfari: Æskilegt er að nemandi sé búinn með a.m.k. 3 annir í framhaldsskóla.
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Í áfanganum er fjallað um mikilvægi góðra samskipta milli manna. Fjallað er um mikilvægi samkenndar, jafnréttis, mannvirðingar og mannréttinda í samskiptum. Farið er í eflandi samskipti sem byggja á virðingu og fordómaleysi á jafnréttisgrundvelli. Fjallað er um menningarlegan mun í samskiptum. Farið er í áhrif sjálfsmyndar og sjálfstrausts á samskipti og hvað heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga í samskiptum við skjólstæðinga, samstarfsfólk og aðstandendur. Sérstök áhersla er á fagleg samskipti, teymisvinnu og forystu heilbrigðisstarfsmanna.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna og umræður.

Kennslugögn

Námsefni kemur frá kennara. Ekki þarf að kaupa neitt námsefni.

Námsmat

Símat, verkefni í ýmsu formi. Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.