Áfangi

Vinnustaðanám sjúkraliða - sérdeildir

  • Áfangaheiti: VINN3GH08
  • Undanfari: VINN2LS08 og HJÚK3FG05

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að
• sýna færni í hjúkrun sjúklinga á sérdeild
• sýna færni í samskiptum og skilning á mikilvægi heildrænnar hjúkrunar
• geta metið hjúkrunarþarfir sjúklings
• vera fær um að skipuleggja eigin störf og sýna fagmennsku í starfi
• geta forgangsraðað störfum sínum
• sýna færni í þverfaglegu samstarfi

Efnisatriði

Heildræn hjúkrun, þverfaglegt samstarf, móttaka sjúklinga, samskipti, aðlögun, endurhæfing, umhyggja, samvinna, trúnaður, forgangsröðun, fagmennska.

Námsfyrirkomulag

Verknám fer fram á sérhæfðum deildum, geðdeildum, barnadeildum, endurhæfingardeildum, heilsugæslustöð. Námstíminn er 3 vikur eða 15 vaktir á tímabilinu janúar til febrúar á síðustu önn í sjúkraliðanámi. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið.

Námsmat

Í verknáminu færir nemandi ferilbók, og vinnur lokaverkefni eða fleiri smærri verkefni með áherslu á heildræna hjúkrun sem tengist starfi nemans á deild/stofnun. Hjúkrunarkennari fer yfir verkefni, en leiðbeinandi gefur umsögn og mat fyrir frammistöðu nemanda á verknámsstað.