Áfangi

Eðlisfræði 2

  • Áfangaheiti: EÐLI2AV05
  • Undanfari: EÐLI2GR05 og STÆR2HV05

Markmið

Að nemandi:
? þekki og geti beitt hugtökunum varmajafnvægi og hreyfifræði gastegunda
? geti gert grein fyrir varmaeiginleikum efna
? reikna einföld dæmi í varmafræði þar sem koma við sögu eðlisvarmi,
bræðsluvarmi og gufunarvarmi efnis og gera og lýsa tilraunum þar sem þessar stærðir eru mældar
? geti gert grein fyrir hreyfingu hluta í tveimur víddum
? geti reiknað dæmi um afstæðan hraða
? geti gert grein fyrir hringhreyfingu
? kunni skil á þyngdarlögmáli Newtons
? kunni skil á sveiflum og bylgjum
? kunni skil á samliðun og bognun bylgna
? kunni skil á hljóðbylgjum

Efnisatriði

Varmajafnvægi, hitamælir, selsíuskvarði, alkul, kelvínkvarði, núllta lögmál varmafræðinnar, gaslíkan, gasstuðull R, kjörgas, lögmál kjörgass, hreyfifræði lofttegunda, ferningsmeðalhraði. Varmaorka, kalóría, eðlisvarmi, gufunar- og bræðsluvarmi, hamskipti, varmamælir, hitaþanstuðull, varmaleiðni, varmaburður, varmageislun. Hraði, hröðun, þyngdarhröðun, frjálst fall, radían, snertilhraði, snertilhröðun, miðsóknarhröðun, miðsóknarkraftur. Sveifluvídd, lota, tíðni sveiflu, rið, kraftstuðull gorms, einföld sveifluhreyfing, sínusbylgjur, herma, bylgjulengd, hnútur, bugur, staðbylgja, langsbylgja, þverbylgja, harmónískur. Regla Huygens, samfasa bylgjur, raufagler, hljóðbylgja, samþjöppun og þynning í hljóðbylgju, bylgjustafn, geisli, hljóðstyrkur, skynstyrkur, desíbel, innhljóð, úthljóð, styrkjandi og eyðandi samliðun, Dopplerhrif.

Kennslugögn

Eðlisfræði 203 eftir Davíð Þorsteinsson. Útg. ágúst 2001.

Námsmat

Lokapróf gildir u.þ.b. 50% en skyndipróf, skýrslur og önnur verkefni mynda svonefnda annareinkunn, sem gildir u.þ.b. 50%. Nauðsynlegt er að skila öllum skýrslum til að fá próftökurétt.