Framhaldsnám sjúkraliða

Fjölbrautaskólinn við Ármúla skipuleggur í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús framhaldsnám sjúkraliða. Námið er ætlað sjúkraliðum sem hafa lokið sjúkraliðanámi og hafa unnið sem sjúkraliðar með starfsréttindi í a.m.k. 3 ár. Boðið er upp á framhaldsnám sjúkraliða í geðhjúkrun, öldrunarhjúkrun og í sérhæfðum störfum í heilbrigðisþjónustu.

Nýtt framhaldsnám sjúkraliða í sérhæfðum störfum hófst 12. Janúar 2016. Námið er ætlað sjúkraliðum sem vinna sérhæfð störf á skurðstofum, speglunardeildum og víðar. Námið er samstarfsverkefni Fjölbrautaskólans í Ármúla og Landspítala háskólasjúkrahús og fer kennsla fram á báðum stöðum. Námið dreifist á fjórar annir og er skipulagt sem nám með vinnu að hluta til. Námið er skv. nýrri námskrá sem skrifuð var í samvinnu starfsfólks í FÁ, LSH og Sjúkraliðafélags Íslands. Náminu lýkur í desember 2017. Næst verður tekið við umsóknum um Framhaldsnám sjúkraliða í nóvember 2017.

Nánari upplýsingar um námið eru hér til hliðar.


(Síðast uppfært 2.2.2016)