Umsókn um skólavist

Innritun fyrir haustönn 2017

 

Umsóknareyðublað 

Rafræn innritun fyrir haustönn 2017
Forinnritun 10. bekkinga: 6.3. - 10.4.
Lokainnritun 10. bekkinga: 4.5. - 9.6.
Innritun eldri nemenda: 3.4. - opið til 23 júní.

Nánari upplýsingar um innritun á Menntagátt


Fjölbrautaskólinn við Ármúla leggur áherslu á upplýsingatækni og er kjarnaskóli í heilbrigðisgreinum. Hér eru að jafnaði um 800-1000 nemendur í dagskóla, 1100-1300 nemendur í fjarnámi og 80 kennarar. Innritað verður á eftirtaldar brautir:


Bóknámsbrautir til þriggja ára stúdentsprófs:


Félagsfræðibraut Náttúrufræðibraut Hugvísindabraut Viðskipta- og hagfræðibraut
Íþrótta- og heilbrigðisbraut      

Starfsbrautir og aðfaranám:

Almenn námsbraut Nýsköpunar- og listabraut
(tveggja ára nám)
   

Námsbrautir í Heilbrigðisskólanum (tveggja til fjögurra ára):

Grunnnám heilbrigðisgreina Heilbrigðisritarabraut Lyfjatæknabraut Læknaritarabraut
Tanntæknabraut Námsbraut fyrir heilsunuddara Sjúkraliðabraut Framhaldsnám sjúkraliða
Námsbraut fyrir sótthreinsitækna Sjúkraliðabrú   Viðbótarnám til stúdentsprófs

Hægt er að bæta við sig áföngum og ljúka stúdentsprófi af öllum brautum Heilbrigðisskólans.

Skólanámskrá er á heimasíðu skólans.

Umsóknareyðublað er hér á síðunni og þú getur prentað það og fyllt út og sent skrifstofu skólans ásamt staðfestum afritum af prófskírteinum.

Skrifstofa skólans er opin kl. 8.00-16.00 (til 15:00 á föstudögum), s. 525-8800  og netfang fa@fa.is. Hægt er að panta tíma hjá skólayfirvöldum eða náms- og starfsráðgjöfum eða koma í skólann.

Hér getur þú lesið um inntökuskilyrði.