Fréttir

Kvikmyndahátíð um helgina!

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, eða KHF, verður haldin í fjórða sinn núna helgina 24. og 25. febrúar. Hátíðin fer fram í Bíó Paradís frá kl. 13:00-16:00 og er ókeypis inn. Öll umsjón er í höndum nemenda FÁ. Eitt af aðal markmiðum hátíðarinnar er að gera nemendum í framhaldsskólum landsins kleift að koma verkum sínum á framfæri og kynnast öðrum með sömu áhugamál. Tækifærin sem skapast upp úr hátíðinni eru ófá og því er vonin sú að gera hátíðina sýnilegri og skapa henni jafnframt fastan sess í félagslífi íslenskra ungmenna. (sjá meira)

Lesa meira

Framhaldsskólakynning 21. feb.

Það verður fjör á miðvikudaginn 21. febrúar því þá verður framhaldsskólakynning í FÁ frá kl. 16:30 til 18:00. Allir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu verða með bása og kynna starf sitt. Nemendur 10. bekkjar og foreldrar þeirra eru velkomnir. Nemendur 10. bekkjar eru hvattir til að nýta sér þessa kynningu og koma með undirbúnar spurningar. Opið hús verður svo í FÁ miðvikudaginn 14. mars kl. 16:30–18:00

Fjallhraustir menn á ferð

Í fyrramálið, laugardaginn 17. febrúar, verður farið í göngu frá Heiðmörk inn í  Búrfellsgjá. Þar verða göngumenn ástandsskoðaðir og síðan verður vonandi hægt að reka áfram með hópinn að Húsfelli (280 m) og þaðan í Kaldársel með viðkomu í Valabóli. Áætluð vegalengd um 10 km.

Brottför frá FÁ stundvíslega klukkan 09.00.
Veðurspá er góð. Austan gola, sólskin og og þriggja stiga frost.

Skautahöllin sprengd í dag

Í dag er sprengidagur en þá var í katólskum sið sprengt vígðu vatni á syndugan lýðinn. En í dag verður ekkert slíkt að gerast heldur munu allir í FÁ fara í einum spreng niður í Skautahöllina í Laugardag og draga á sig skriðskó eða skauta og bruna svo í einum hvelli út á svellið og hamast þar uns þeir springa. Lagt verður af stað klukkan 11:30 frá skólanum. SJÁ MYNDIR Á FACEBOOK-SÍÐU skólans.