Fréttir

Námsstyrkur til ungra kvenna

Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir eftir umsóknum um styrki til Starfsmenntunarsjóðs ungra kvenna fyrir skólaárið 2017-2018. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar.
Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu bandalagsins, www.bkr.is .
Umsóknir um styrki skal senda til Bandalags kvenna í Reykjavík,
Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir“ eða í tölvupósti á bandalagkvennarvk@gmail.com.
Umsóknarfrestur er til 19. júní.

Prófasýning í dag kl. 11-13

Prófasýning og frágangur á vali fyrir haustönn 2017 er í dag, 23. maí. kl. 11:00 – 13:00.
Endurtektarpróf eru kl. 9:00 og vonandi hrasar enginn þar.

Auk þess verður Costco opnað í dag. - Er þá getið helstu tíðinda.

Vonandi bjart framundan

Það var glampandi sólskin í dag og heitt þar sem var skjól fyrir norðannepjunni. Í þessu bjarta veðri lauk sjúkraprófum við FÁ og því má segja að próftörninni sé lokið. Á þriðjudaginn 23. er svo prófasýning. En þótt léttirinn sé mikill að loknum prófum er loft samt lævi blandið. Yfirvofandi endalok FÁ sem sjálfstæðs skóla hafa dregið mátt úr mörgum og gleðin mátt víkja fyrir sorg og kvíða - það eru blikur á lofti, verður þetta í síðasta sinn sem próf verða haldin undir merkjum FÁ? (áfram)

Lesa meira

Próftími 9. maí til 19. maí

Núna í dag byrjuðu lokapróf annarinnar og vonandi kvíðir enginn útkomunni; það er annaðhvort eða og ekkert þar á milli. Prófraununum lýkur svo þann 19. maí með sjúkraprófum en vonandi eru sem flestir við góða heilsu. Maímánuðu er ekki bara þrautamánuður, hann er tími vonar og tilhlökkunar - nú sér fyrir endann á öllu púlinu og uppsker hver svo sem hann sáir nema auðvitað þeir sem sá í akur óvinar síns. (lesa meira...)

Lesa meira