Fréttir

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag

7.2.2018

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Eða eins og það útleggst á ensku: Create, connect and share respect: A better Internet starts with you!

Sameinumst um að gera netið betra!

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Yfir 130 þjóðir um heim allan munu standa fyrir skipulagðri dagskrá í dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe og yfir 100 önnur lönd munu leiða saman ýmsa hagsmunaaðila til þess að vekja athygli á netinu og ræða hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum til þess að gera netið betra.

Í tilefni dagsins mun SAFT opna nýja heimasíðu og kjölfarið setja inn nýtt kennsluefni fyrir leik, grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt heilræðum og leiðbeinandi efni til foreldra #Falsfréttir  #Samfélagsmiðlar #Hatursorðræða #Sexting #Samskipti #Einelti #Streymi #Netglæpir #Snjalltæki

Hægt er að fylgjast með viðburðum dagsins á Fésbókar- og Twittersíðum SAFT. Við hvetjum alla sem taka þátt í deginum til að segja frá viðburðum á þessum miðlum og merkja #SAFT og #SID2018. Einnig má sýna stuðning við Alþjóðlega netöryggisdaginn með því að taka þátt í Thunderclap.