Fréttir

Dimission

28.4.2017

Í dag, föstudaginn 28, apríl verður fjör í skólanum. Stúdentsefni skólans ætla að raska rónni og gera sér glaðan dag með hopp og híi. Herlegheitin hefjast inni í sal í löngu frímínútunum. Samkvæmt hefðinni munu útskriftarefnin kveðja kennara og starfsfólk inni á sal í löngu frímínútunum og því engin kennsla í þriðja tíma. Vonandi ekki margir sem sýta það að missa af einni kennslustund þótt auðvitað veiti ekki af að sækja tíma núna þegar aðeins ein vika er eftir af kennslu og svo taka prófin við. En í dag skulum við gleðjast með dimittentum og óska þeim alls hins besta. Sjá myndir á Facebook skólans.