Fréttir

Frumkvöðlar FÁ vinna gull

2.4.2017

Á laugardaginn var haldin Vörumessa ungra frumkvöðla í Smáralind, yfir 300 framhaldsskólanemendur sem stofnað hafa 63 örfyrirtæki  voru þar til að selja og sýna afrakstur sinn eftir nám í nýsköpun og viðskiptahugmyndum. Í FÁ sýndu sex lítil fyrirtæki hönnun sína en það var hópurinn KatlaCosmetics, með baðbomburnar sínar sem innihalda kollagen sem er unnið úr fiskiroði og beinum, sem hreppti gullið fyrir "Besta Sjó-Bisnessinn". Eliza Reid forsetafrú og Þór Sigfússon, forstjóri Sjávarklasans veittu verðlaunin.

Það er sómi að áfreki FÁ-inga og síst má gleyma að þakka dugnaði og elju Petru Bragadóttur sem hefur haft umsjón með nýsköpun og viðskiptahugmyndum í FÁ - Fyrsti apríl var mikill gleðidagur fyrir alla sem hlut áttu að máli við framkvæmd verkefnanna. Á Facebook-síðu FÁ eru nokkrar myndir frá þessum gleðidegi