Fréttir

Lífshlaupið á hálum ís í Skautahöllinni

30.1.2017

Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 1. febrúar, framhaldsskólakeppni fyrir nemendur stendur til 14. febrúar (2 vikur) og vinnustaðakeppni fyrir starfsmenn til 21. febrúar (3 vikur).

Nemendur taka þátt í framhaldsskólakeppni og starfsmenn í vinnustaðakeppni.Fjölbrautaskólinn við Ármúla er skráður til leiks. Við sigruðum í fyrra í framhaldsskólakeppni í flokki skóla með 400-999 nemendur og við ætlum við að sigra á þessu ári líka.

Skólinn hefur leigt Skautahöllina kl. 11.45 – 12.30 nk. miðvikudag 1. febrúar. Skautar eru á staðnum.
Allir sem vilja, nemendur sem starfsmenn, geta mætt og leikið listir sínar á skautum.
Nemendur sem taka þátt fá frí þennan tíma (fjarvistir þeirra verða leiðréttar eftir á), starfsmenn sem vilja taka þátt geta tilkynnt að starfsemi falli niður þennan tíma.
 
Gengið verður fylktu liði frá skólanum kl. 11.30 að Skautahöllinni.
Allt sem þarf að gera til að taka þátt er að skrá sig í Lífshlaupið og mæta.

Allir geta verið með í Lífshlaupinu –og allir ættu að taka þátt.
Hægt er að vera í liði með öðrum nemendum í framhaldsskólakeppni eða með starfsmönnum í vinnustaðakeppni, bara eftir því hvað þig langar – eina skilyrðið er að hreyfa sig í að lágmarki 30  mínútur á dag og skrá þá hreyfingu. Það þarf samt ekki að vera hreyfing á hverjum degi, gæti verið t.d. 3 sinnum yfir vikuna og þá skráir maður bara þá daga sem maður hreyfir sig. Mikilvægt að allir skrái sína hreyfingu svo skólinn safni sem flestum stigum.

Tengill í Lífshlaupið er á forsíðu FÁ: http://www.lifshlaupid.is

Velja skal valkostinn Mínar síður og Nýskráningu til að skrá þig í fyrsta skipti.

VeljaLiðin mín og Ganga í lið.
Velja Vinnustaðakeppni (eða Framhaldsskólakeppni) og Fjölbrautaskólann við Ármúla og lið sem þú vilt ganga í.

Svo má hver og einn stofna sitt eigið lið.

Núna ertu tilbúinn til að skrá ferðir þínar.

Skrá má alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma. Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 - 15 mínútur í senn.

Bestu kveðju,
Gurrý og Helmut