Fréttir

Nýjungar - frumkvæði - sköpun

1.2.2018

Þegar vélar verða búnar að taka öll framleiðslustörfin verða menn að kunna eitthvað sem vélar kunna ekki; nefnilega að hugsa! Í FÁ stendur Petra Bragadóttir fyrir áfanganum MARK2AM05 og þar fást nemendur við nýsköpun og markaðssetningu. Það er mikilvægt að skólinn búi nemendur sína undir framtíðina og það má segja að það sé Petra einmitt að gera með þessum skemmtilega áfanga sem kennir nemendum frumkvæði og sjálfstæða hugsun. Ásamt hagsýni!