Vikupistill

13. nóvember

Í síðustu viku var skólinn tilnefndur til gæðaviðurkenningar Erasmus+ . Alls voru 18 verkefni tilnefnd í ár.  Á leik- grunn- og framhaldsskólastigi voru fjögur verkefni tilnefnd:   Skólaþjónusta Árborgar – nám, störf og lærdómssamfélög. Vatnsendaskóli - skapandi starf og gagnrýnin hugsun. Fjölbrautaskólinn við Ármúla – sjálfbær útikennsla og Árskóli Skagafirði – skóli sem lærir. Þetta er mikill heiður fyrir skólann.

  Nemendafélagið hélt Lan-mót um helgina. Rúmlega sjötíu þátttakendur voru skráðir. Stjórn nemendaráðs var mjög sátt og allt hefði farið fram eins og best var á kosið. Í dag eru 17 kennsludagar eftir af haustönn. Nemendur eru hvatir til að nota þessa daga vel. 

  Mér „leiðist“ heyrist all oft. Samkvæmt Patricia Mayer Sparks* prófesor í ensku við Virginíu háskóla segir að í ensku komi orðið (bored)  fyrst fram í orðaforða okkar á nítjándu öld. Spark segir að á miðöldum þegar einhver sýndi einkenni sem við nú nefnum  leiða var viðkomandi álitin fremja nokkuð sem nefnd var acedia eða sinnuleysi, hættulega andlega fyrringu, niðurlægja heiminn og skapara hans. Hver hafði tíma fyrir svona sjálfs eftirlátssemi á tímum farsótta og vinnusemi til að lifa af. Sinnuleysi (acedia) var synd.

  Með vinnuaflssparandi vélvæðingu, að einstaklingurinn skiptir máli og  leit eftir hamingju, þá varð var það að leiðast ekki jafn slæmt. Það að leiðast er þá bara ágætt oftast. Ef lífið var aldrei leiðinlegt fyrr á tímum var það ekki heldur örvandi, áhugavert eða skemmtilegt eins og við nú á tímum leggjum í merkingu þessara orða.

  Þegar best lætur örva leiðindi sköpun. Líklega er um tvennskonar „leiðindi“ að ræða. Skapandi huga sem  leiðist og neikvæðan huga sem leiðist. Skapandi hugi snýr sér að því að gera eitthvað úr aðstæðum eða breyta þeim.

  Skapandi leiðindi er þess vegna það að gera eitthvað sjálfur í aðstæðum sem ríkja. Fullorðið fólk, foreldrar, aðstandendur, kennarar og aðrir sem koma að lífi barna, fólk sem áttar sig á þessu sambandi þess að leiðast og sköpunar hafa afgerandi áhrif. 

      * Boredom: The Literary History of a State of Mind

                     13.09.2017        Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skólameistari                       

6. nóvember

Í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga verður vart við óþol margra í garð þess lýðræðis sem við búum við. Við ættum að  hafa í huga að lýðræði er kerfi þar sem fólkið ákveður stjórn ríkisins. Þetta er fyrirkomulag sem á að vera réttlátara. Verndar frelsi einstaklinsins og þjóðarinar. Lýðræði er mikilvægt því það á að taka tillit til hagsmuna minnihlutahópa. Í lýðræði eru minnhlutahópar lausir við mismunun og sjónarmið þeirra eru jafn mikilvæg og annarra. Lýðræði er jafnframt mikilvægt vegna þess að það heldur völdum ríkisstjórna í skefjum og kemur í veg fyrir að völdum sé misbeitt og að völdum sé beitt í eigin þágu í stað hagsmuna allra. Þess vegna höfum við kosningar. All víða í heiminum er þetta ekki raunin. Spillt stjórnvöld, trúarskoðanir koma í veg fyrir frjáls hugsun nái að tjá vilja sinn. Menntun og aðgengi að menntun er líklega það sem mikilvægast er til að lýðræði nái að ryðja einræði og ofbeldi til hliðar.

Menntun er kjarninn í þroska einstaklinga og samfélaga. Markmið menntunar er að sérhvert okkar án undantekningar þroski hæfileika sína til fullnustu. Menntunin örvi frumkvæði og nýsköpun.

Áhrif efnahagskreppu og hugmyndafræði sem er fjandsamleg því að menntun sé veitt af hinu opinbera veldur því að opinbera hluta menntakerfa er hótað og stuðningur við  menntastofnanir ríkisins hefur dregist saman. Afleiðingin er að grafið er undan gæðum menntunar.

Gæðamenntun er mannréttindi og almannaheill. Ríkisvaldið og annað opinbert vald eiga að tryggja að gæða menntun sé aðgengileg öllum frá barnæsku til fullorðinsára án íþyngjandi útgjalda. Gæðamenntun skapar grunn jafnréttis í samfélögum. Gæðamenntun er ein þýðingarmesta opinbera þjónusta sem völ er á. Menntun  er ekki aðeins upplýsandi, menntun verður tæki einstaklinga, sem gerir þeim kleift að taka þátt í samfélags- og efnahagsumbótum í samfélaginu.

Ólafur H. Sigurjónsson skólameistari         

9. október

Við erum ansi mikið kyrrsetusamfélag. Fyrir ekki svo löngu síðan voru krakkar úti að leika sér eignilega bara alltaf.

Sjáum við þetta núna, jafnvel í barnmörgum hverfum? Varla. Ein ástæða er að umhverfið hefur breyst – malbikaðar götur og bílastæði.

Þetta sjáum við líka umhverfis skóla. Leikskólar hafa þó allir góðar lóðir. Þegar Íslendingar fluttu inn þéttbýlið tóku þeir með sér hluta af sveitinni stór grastún voru víða.

Þar sást nú sjaldan nokkur maður, það var helst að nota þau undir gamlárskvöldbrennu. Þessi tún sum hver má enn sjá, meðal annars hér sunnan við skólann, umferðareyjar eru oft með grasþökum.

Á sumrin koma sveitir sláttumanna og sláttugnýrinn liggur yfir daganna langa.

Þegar við förum út eru heyrnartólin sett á. Við sjáum náttúrulífsmyndir í sjónvarpi en umhverfishljóðum er oft drekkt í misgóðri tónlist.

Ég tel að skortur á náttúrulegu umhverfi sé ein skýring á ýmsum vanda, svefnleysi, athyglisbresti, stoðkerfisvanda svo eitthvað sé nefnt.

Ég tel að skólinn, allir skólar eigi að huga að þessu, við getum að minnsta kosti reynt að bæta lóðir okkar og fara meira út úr kennslustofunum með nemendur.

 

Þann 19. september skipaði mennta og menningarmálaráðherra nýja skólanefnd.

Nefndin er svo skipuð: Fulltrúar ráðuneytis eru Atli Kristjánsson, Jóhannes Stefánsson og Margrét Sanders.

Fulltrúar Reykjavíkurborgar eru Elín Oddný Sigurðardóttir og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Á fyrsta fundi nefndarinnar var Jóhannes kjörinn formaður.

 

Efnt verður til skuggakosninga í framhaldsskólum fimmtudaginn 12. október næstkomandi. Nemendur fæddir eru 28. apríl 1995 og síðar geta kosið.

Fulltrúum stjórnmálaflokka er boðið að koma til fundar við okkur þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. október kl. 11:30, þ.e. í seinni hluta tvöfalda tímans (og fram í hádegishlé).

 

Síðastliðinn föstudag var undirritaður boðaður á fund mennta- og menningarmálaráðherra.

Á fundinum féllst ég á beiðni ráðherra um að gegna starfi skólameistara til 31. júlí 2018.

Í framhaldi af þessu hef ég framlengt ráðningu Margrétar Gestsdóttur aðstoðarskólameistara til sama tíma.

 

Ólafur H. Sigurjónsson

skólameistari