Ársskýrsla 2014/2015


BÓKASAFN FJÖLBRAUTASKÓLANS VIÐ ÁRMÚLA

ÁRSSKÝRSLA VETURINN 2015-2016

 

STARFSMENN: Kristín Björgvinsdóttir bókasafnsstjóri og Þóra Kristín     Sigvaldadóttir bókasafnsfræðingur, báðar í fullu starfi. Þóra Kristín var í     veikindaleyfi frá áramótum. Í hennar stað var Ólína Rakel Þorvaldsdóttir         bókasafnsfræðingur ráðin í hálft starf.

 

STARFSEMI (tölur í svigum frá síðasta ári):

            NOTENDUR: Nemendur á haustönn 918 (1052), á vorönn 909 (947).     Fjarnemendur á haustönn voru 1268 (1261) en 1300 (1272) á vorönn. Á       sumarönn voru 524 (764) nemendur. Starfsmenn skólans 120 (111).

            OPIÐ: Mán.-fim. 8-16.30, fös. 8-15. Lesstofa í anddyri var opin til kl. 21 virka       daga.

            ÚTLÁN: 1037 (1515), innanhússlán 1795 (2557), millisafnalán 23 (14).

            NOTENDAFRÆÐSLA: Tilsögn í heimildaleit fyrir nokkra hópa auk kennslu í upplýsingaöflun með sérstakri áherslu á gagnagrunna í heilbrigðisgeiranum fyrir allmarga hópa (2 klst. f. hvern hóp). Nemendur í kennsluréttindanámi við skólann fá tilsögn í notkun safnsins við kennslu og þeim er bent á möguleika í samstarfi bókasafnsfræðinga og kennara. Auk þess er fjallað um upplýsingalæsi og nýja aðalnámskrá (2 klst.). Nemendur í framhaldsnámi sjúkraliða fengu kennslu um upplýsingakerfi og gagnasöfn bókasafna og stofnana á heilbrigðissviði, rafræn gagnasöfn og tímarit og mat á gæðum upplýsinga á vefnum.

 

SAFNKOSTUR:

            BÓKAEIGN: 11898 (11836) eintök, 10677 (10595) titlar eftir afskriftir.

            TÍMARIT: 54 (50) tímarit berast reglulega, sum án þess að greitt sé fyrir þau.

            NÝSIGÖGN: 1406 eintök (1426): 319 myndbönd, 65 hljóðsnældur,

11 skyggnusett, 155 hljómplötur og -diskar, 120 kort, 28 tölvuforrit,

1 glærusett, 56 margmiðlunardiskar, 649 mynddiskar og 2 spilasett.

            AFSKRIFTIR: 128 (122) eintök bóka, 7 VHS, 5 snældur, 2 glærusett, 4    mynddiskar, 1 margmiðlunardiskur og 3 tölvuforrit.

            AÐFÖNG BÓKA: 190 eintök (264), þ.e. fyrir afskriftir.

            GJAFIR: 32 eintök (53).

            FJÁRVEITING TIL GAGNAKAUPA: 816.480 (586.824).

 

HÚSNÆÐI: Engar endurbætur voru gerðar á húsnæði safnsins á árinu. Hávaði frá viftu í austurenda safnsins angrar nemendur. Nemendur kvarta undan loftleysi í lesstofu.

 

BÚNAÐUR: Nemendatölvurnar, sem settar voru upp á safninu, eru mikið notaðar. Fartölvur, sem fengnar voru á safnið í desember, hafa verið notaðar allnokkuð. Prentari fyrir kjalmiða var keyptur í október.

 

ALMANNATENGSL:Samstarf hefur helst verið við bókasafnsfræðinga í öðrum framhaldsskólum og sækja báðir bókasafnsfræðingar þá fundi; stundum kemst þó aðeins annar frá safninu vegna anna. Gestum, sem koma í heimsókn í skólann, er oftast boðið að skoða safnið. Þegar skólinn er kynntur fyrir foreldrum nýnema er bókasafnið opið og þangað koma gjarnan umsjónarkennarar með foreldra og þeim kynnt starfsemi safnsins. Báðir bókasafnsfræðingarnir sóttu eftir föngum starfsmannafundi. Engir fundir voru haldnir með stjórnendum fyrir þjónustudeildir skólans.

 

RÁÐSTEFNUR, NÁMSKEIÐ, FUNDIR: Báðir bókasafnsfræðingarnir sóttu nokkur námskeið vegna tengingar í Gegni. ÞKS sótti námskeið um kerfisþátt í Gegni og KB sótti námskeið um útlán. Bæði KB og ÓRÞ sóttu námskeið í RDA-skráningu og annað námskeið um RDA-greiniskráningu. Þessi námskeið eru forsenda þess að bókasafnsfræðingar haldi skráningarréttindum í Gegni. KB kenndi eins og undanfarin ár SKL 101 í fjarnámi á vorönn og kenndi, eins og áður er nefnt, kennaranemum tvo tíma og kom m.a. inn á upplýsingalæsi. KB og ÓRÞ sóttu ársfund Aleflis sem er notendafélag Gegnis sem og fræðslufund skrásetjara á vegum Landskerfis bókasafna. KB sótti ráðstefnuna Creating Knowledge VIII sem haldin var í Reykjavík og fjallar m.a. um upplýsingalæsi, aðstoð við ritgerðavinnu og ritver í skólum.

 

ANNAÐ:

 

          Um áramót var lokið við að skrá allan safnkost í Gegni. Vonandi verður hægt     að taka til við skráningu tímaritsgreina á næsta skólaári.

 

          Í ágúst var byrjað að nota útlánaþátt Gegnis.

 

          Útlánatölur hafa dregist talsvert saman og er ekki að merkja á þeim að ritgerðavinna hafi aukist eins og vænst var við nýtt vinnumat kennara.

 

●          Ekki er að merkja að færri nemendur noti safnið en fyrri skólaár. Þó ber að geta þess að ekki hefur verið gerð talning um nokkuð skeið. Erfitt er að koma teljara fyrir við inngang safnsins en ekki útilokað.

 

          Innanhússlánum fækkaði á árinu. Aðallega eru það námsbækur og orðabækur sem nemendur fá lánaðar. Enn sem komið er virðast nemendur velja prentaðar orðabækur þó að bókasafnið greiði fyrir netaðgang að rafrænum orðabókum á netinu.

 

●          Bókasafnsfræðingum framhaldsskólanna ber mörgum saman um að nemendur séu í auknum mæli með náms– og kjörbækur í símum sínum. Erfitt er að segja til um hvort það sé framtíðin en fylgjast þarf með hvort nemendur eru að mynda síður úr bókum safnsins.           

 

FRAMTÍÐARSÝN:

 

          Ekki verða fleiri kjörbækur keyptar fyrir lesbrettin að svo stöddu þar sem nemendur sýna mjög lítinn vilja til að nota brettin.

 

          Eins og áður sagði er stefnt að skráningu tímaritsgreina í Gegni á næsta skólaári.

 

            Reykjavík 14. júní 2016

 

 

            Kristín Björgvinsdóttir