Sumarnámskeið 2021

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á sértækt námsúrræði í samvinnu við stjórnvöld til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks og auka virkni þeirra. Markhópurinn er nemendur í framhaldsskólum, nýútskrifaðir nemendur úr grunnskólum, einstaklingar sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði, brúa færnibil eða skipta um starfsvettvang.

INNU2GR05 - Inngangur að heilsunuddi

Dagsetningar: 7., 8., 9., 11., 14., 15., 16., 18., 21. og 22 júní.
Tímasetning: Kennt á ofangreindum dögum frá kl. 9:00 til 14:00. Samtals 45 klukkustundir.
Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt í lok námskeiðs).

Stutt lýsing: Fjallað er um sögu nudds, þróun og meðferðaraðferðir. Kannaðar eru nýlegar rannsóknir á verkan nudds til græðingar og rætt um aðferðafræðileg vandamál varðandi mælingar á virkni græðingar. Skoðuð eru tengsl streitu og sjúkdóma, t.d. hjartasjúkdóma, auk samspils öndunar og streitu. Rætt er um starfskenningar græðara. Kynntar eru nokkrar græðingaraðferðir og meðferðarforsendur sem þær byggja á. Kennd er stutt nuddmeðferð, án olíu, sem hentar t.d. á vinnustöðum eða til heimabrúks. Nokkrar aðrar græðingameðferðir prófaðar. Sjálfsnudd með boltum og rúllum.

KINE3KP04 - Kinesioplástrar og dynamic teipingar

Dagsetningar: 3., 4. og 5. júní og aukadagur síðar.
Tímasetning: Kennt á ofangreindum dögum frá kl. 8:30 til 16:00. Samtals 30 klukkustundir.
Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt í lok námskeiðs)

Stutt lýsing: Nemendur kynnast undirstöðuatriðum hagnýtrar kinesiologíu. Kennt er að nota vöðvaprófanir til að meta styrk í beinagrindarvöðvum. Ójafnvægi er leiðrétt með þrýstipunktum. Kinesioteipi og dynamic teipum beitt til meðhöndlunar. Fjallað er um muninn á þessum tveimur teipum og ýmsar leiðir til að leggja þá á húð.

STHE1SH02 - Starfsnám í heilbrigðisgreinum

Dagsetningar: 1., 2. og 3. júní.
Tímasetning: Kennt á ofangreindum dögum frá kl. 9:00 til 15:30. Samtals 18 klukkustundir.
Innritunargjald: 3.000 krónur (endurgreitt í lok námskeiðs)

Stutt lýsing: Í áfanganum er kynnt starfsnám á heilbrigðisbrautum (heilbrigðisritarabraut, heilsunuddbraut, lyfjatæknabraut, sjúkraliðabraut, sótthreinsitæknabraut og tanntæknabraut) skv. námskrá. Fjallað verður um inntökuskilyrði, skipulag og lengd náms, vinnustaðanám og starfsþjálfun. Nemendur fá jafnframt sýnikennslu í ákveðnum verkefnum og fá tækifæri til þess að æfa sig í þeim. Fjallað verður um réttindi á vinnumarkaði sem nám á heilbrigðisbrautum veitir og lögbundnar skyldur heilbrigðisstarfsmanna.


Skráning á námskeiðin er á skrifstofu Fjölbrautaskólans við Ármúla, sími 525 8800 eða á fa@fa.is.

Síðast uppfært 19.5.2021