Áfangi

Undirbúningsáfangi

  • Áfangaheiti: DANS1UN05
  • Undanfari: Fyrir nemendur með dönskueinkunn D á grunnskólaprófi.

Markmið

DANS1UN05 er áfangi fyrir þá sem náðu ekki grunnskólaprófi í dönsku. Skylt er að ná áfanganum til þess að mega halda áfram í DANS1GR05. Megináhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn, svo að þeir geti haldið áfram í venjulegu dönskunámi á framhaldsskólastigi. Áhersla er lögð á grunnatriði í danskri málfræði og málnotkun. Þjálfunin byggist á skriflegum og munnlegum æfingum. Nemendur fá þjálfun í að nota mismunandi hjálpargögn við tungumálanám.

Kennslugögn

Ljósritað efni frá kennara.
Nauðsynlegt er að hafa aðgang að dansk-íslenskri orðabók.

Námsmat

Verkefnavinna, mætingar og próf á önninni (símat) en ekkert lokapróf.