Áfangi

Spænska 3

Markmið

Hlustun: að nemendur geti fylgt aðalatriðum í samtali tveggja eða fleiri aðila á viðkomandi tungumáli þegar rætt er um almennt efni og talað er skýrt og greinilega, fylgst með frásögnum um efni sem þeir þekkja þar sem talað er skýrt og greinilega.
Lestur: að nemendur geti fylgt söguþræði í einföldum/einfölduðum bókmenntatexta, skilji aðalatriði í blaðagreinum og textum um almennt og sérhæfðara efni sem tengjast áhugasviði nemendanna.
Samskipti: að nemendur geti sagt hvað þeim líkar eða mislíkar; tjáð samþykki eða ósamþykki og rökstutt mál sitt á einfaldan hátt, rætt við aðra um liðna atburði og áform með aðstoð viðmælenda. 
Frásögn: að nemendur geti lýst fólki og umhverfi þess, sagt frá liðnum atburðum og persónulegri reynslu, endursagt munnlega stuttan ritaðan texta, haldið stutta kynningu á fyrirfram undirbúnu efni, rökstutt mál sitt á einfaldan hátt.
Ritun: að nemendur geti lýst nokkuð nákvæmlega ýmsu sem snertir daglegt líf (t.d. fjölskylda, fólk, skóli og umhverfi); skrifað frásögn um ýmis efni, í samræmi við orðaforða og málfræði áfangans.
 

Efnisatriði

Það er skylda að fylgjast með áfanganum í Moodle alla önnina. Þar er að finna heimalærdóm,  leiðbeiningar fyrir verkefnin og kaflaprófin, hlustunaræfingar, gagnvirkar æfingar og slóðir á efni á netinu sem nýtist í náminu.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

¡Hola! ¿Qué tal? 3 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar)
Góð orðabók.
Skáldsaga (Upplýsingar hjá kennara)

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og því ekkert lokapróf.
Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats og ná 5 í lokaeinkunn.