Áfangi

Spænska 4

Markmið

Hlustun: að nemendur skilji venjulegs talmáls um efni sem hann þekkir og geti skilið í grófum dráttum aðalatriði í mörgum sjónvarps og útvarpsþáttum um málefni líðandi stundar eða efni sem tengjast honum.
Lestur: að nemendur geti lesið texta sem innihalda aðallega algeng orð úr daglegu lífi. Skili lýsingar á atburðum, tilfinningum og óskum í persónulegum bréfum. Geti lesið stutta skáldsögu eða smásögur.
Samskipti: að nemendur geti tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir, hefur áhuga á eða tengjast daglegu lífi.
Frásögn: að nemendur geti tengt saman orðasambönd á einfaldan hátt til þess að lýsa reynslu og atburðum, draumum sínum, væntingum og framtíðaráformum. Geti rökstutt stuttlega og útskýrt akvarðarnir sínar og fyriráætlanir.
Ritun: að nemendur geti skrifað ritgerð þar sem þeir taka afstöðu með eða á móti, geti skrifað nákvæmlega um atburði, raunverulega eða ímyndaða, geti tekið saman upplýsingar úr ýmsum miðlum og gert um það stutta, ritaða samantekt, geti skrifað um framtíðarsýn sína.

Efnisatriði

Það er skylda að fylgjast með áfanganum í Moodle alla önnina. Þar verða settar leiðbeiningar fyrir verkefnin og kaflaprófin, hlustunaræfingar, gagnvirkar æfingar og slóðir fyrir orðabækur og efni sem er hægt að finna á netinu og nýtist í náminu.

Áfanginn er ferðaáfangi. Stefnt er að því að fara í námsferð til Spánar ef nægileg þátttaka næst.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Lola lago. ¿Eres tú María? (skáldsaga). Höfundar: Lourdes Miquel, Neus Sans.
Góð orðabók.
Annað námsefni setur kennari í Moodle á önninni.

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og því ekkert lokapróf. Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt  að ljúka öllum þáttum námsmats og ná 5 í lokaeinkunn.

Kaflapróf 30%
Hlustunarpróf 10%
Ýmis verkefni 40%
Skáldsaga 10%
Munnlegt próf 10%