Áfangi

Bókmenntir

Markmið

Hlustun: að nemandi geti fylgt meginþræði í samræðum eða umfjöllun um tiltekin málefni líðandi stundar; að hann geti skilið frásögn eða lýsingar, t.d. um ferðalag eða endurminningar.
Lestur: að nemandi verði fær um að lesa fjölbreytta texta og geti greint aðalatriði í texta frá aukaatriðum; geti aflað sér upplýsinga með lestri efnis á Netinu, dagblaða, bæklinga, ferðahandbóka eða annarra handbóka.
Samskipti: að nemandi geti fylgst með og tekið þátt í kennslustundinni á viðkomandi tungumáli; að hann geti óundirbúinn tekið þátt í samræðum um daglegar athafnir eða efni sem hann hefur kynnt sér sérstaklega og að hann geti undirbúinn tekið þátt í samræðum um ýmis efni og rökstutt mál sitt.
Frásögn: að nemandi geti lýst nákvæmlega persónum, umhverfi og ytri aðstæðum; að hann geti sagt ítarlega frá ferðalagi, endurminningum o.fl.; geti greint frá skoðunum sínum um ýmis efni.
Ritun: að nemandi verði fær um að koma hugsunum sínum á framfæri í rituðu máli t.d. í lýsingum á fólki, umhverfi og ytri aðstæðum, geri útdrátt úr texta og geri grein fyrir tilteknu málefni sem hann hefur kynnt sér vel.

Efnisatriði

Hér verður sjónum beint að menningu Spánar ásamt stuttum bókmenntatextum frá spænskumælandi löndum. Mikil áhersla lögð á talþjálfun.

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er símatsáfangi og því ekkert lokapróf. Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats og ná 5 í lokaeinkunn.

Kennslugögn

Námsefni gefið upp síðar
Ítarefni frá kennara.
Galindo ha desaparecido (kjörbók)

Námsmat

Annarpróf 30%
Munnlegt próf 15%
Verkefni úr námsbók 20%
Hlustunarverkefni 5%
Verkefni um rithöfunda og verk þeirra 10%
Ritgerð úr kvikmynd 10%
Ritgerð úr smásögu 10%