Áfangi

Líffæra- og lífeðlisfræði 2

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandi að hafa góða þekkingu á byggingu og starfsemi eftirfarandi líffærakerfa: blóðrásarkerfis, vessakerfis, öndunarkerfis, meltingarkerfis, þvagkerfis, æxlunarkerfis auk fósturþroska. Hann á enn fremur að hafa skilning á hvernig starfsemi líffærakerfanna tengist innbyrðis og hvernig þau vinna öll að viðhaldi á innri stöðugleika líkamans.

Efnisatriði

Blóð, blóðflokkar, blóðstorknun, hjarta, hjartsláttur, blóðæðar, blóðþrýstingur, hringrásarkerfi, vessi, vessalíffæri, varnarkerfi, ónæmi, öndunarkerfi, öndun, meltingarkerfi, melting, þvagkerfi, þvagmyndun, vökva-saltvægi, æxlunarkerfi, fósturþroski.

Kennslugögn

INTRODUCTION TO THE HUMAN BODYeftir TORTORA, GERARD J. Útg 2015. Einnig má nota eldri útgáfur eftir sömu höfunda t.d. Essentials of Anatomy and Physiology.
Human Anatomy Colouring Book eftir M. Matt og J. Ziemian. Fæst í Bóksölu stúdenta og fleiri bókaverslunum.
Ljósritað efni frá kennara

Námsmat

Skriflegt próf í lok annar gildir 60%.  Kaflapróf og verkefni gilda 40%.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Heilbrigdisgreinar/Heilbrigdisskolinn/lolheimasida/lol203.html