Áfangi

Eðlisfræði 1

  • Áfangaheiti: EÐLI2GR05
  • Undanfari: RAUN1JE05 og æskilegt er að nemandi hafi lokið STÆR2HS05, STÆR2AM05 og STÆR2HV05

Markmið

Nemandi:
geti greint hreyfingu eftir beinni línu með hreyfijöfnunum fjórum
þekki og geti notað lögmál Newtons við að leysa dæmi
þekki helstu orkuform og geti leyst verkefni með lögmálinu um varðveislu orkunnar
þekki lögmálið um varðveislu skriðþunga og geti notað það til að leysa einföld dæmi um línulega árekstra, bæði alfjaðrandi og ófjaðrandi
kunni að nota lögmál Hookes
geti notað reglu Pascals og lögmál um þrýsting í vökva til að útskýra hvernig loftvogir og vökvalyftur vinna og geti reiknað út einföld dæmi um þrýsting í vökva
geti notað lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta
þekki helstu lögmál um eðli ljóss, s.s. lögmálið um speglun, brotlögmálið og lögmál Snells, og geti notað þau til að leysa einföld dæmi í ljósfræði.

Efnisatriði

Hreyfijöfnur sem lýsa hreyfingu eftir beinni línu, tregða og kraftur. 1., 2. og 3. lögmál Newtons, heildarkraftur, njúton, þverkraftur, núningskraftur, núningsstuðull, massi og þyngd, vinna, afl, hreyfiorka, stöðuorka, varðveisla orkunnar, varmi, nýtni véla, skriðþungi, fjaðrandi og ófjaðrandi árekstrar, atlag, lögmál Hookes, þrýstingur í vökva og lofti, regla Pascals, uppdrif, lögmál Arkimedesar, speglun ljóss, ljósbrot, brotstuðull, lögmál Snells, alspeglun, markhorn og geislagangur.

Námsfyrirkomulag

Nemendur vinna vinna verklegar tilraunir

Nemendur vinna úr tilraunagögnum með Excel.

Nemendur þreyta fjögur próf á önninni.

Nemendur kynnast útleiðslum og röksemdafærslum

Nemendur reikna dæmi og vinna önnur verkefni í tímum.

Í áfanganum er boðið upp á sleppikerfi ef nemendur ná 7,5 í lokaeinkunn í öllum verkefnum á önninni.

Kennslugögn

Kennslubók sem gott er að eiga: Eðlisfræði 103 eftir Davíð Þorsteinsson. Útg. ágúst 2000.
Dæmasafn frá kennara og glósur í Moodle.

Námsmat

Lokamat vegur 40%

Tilraunir vega 28%

Tímapróf á önninni vega 32%