Áfangi

Gæðastjórnun

Markmið

Að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum verkefna– og gæðastjórnunar og geti beitt þeirri þekkingu í starfi.

Nemandi
- geti útskýrt í hverju verkefnastjórnun felst
- kunni skil á helstu þáttum verkefnastjórnunar
- geti útskýrt ferli verkefnastjórnunar, frá aðdraganda verkefnis til eftirfylgni
- geti hagnýtt aðferðir verkefnastjórnunar í heilbrigðisþjónustu
- geti útskýrt tengsl gæða og öryggis í heilbrigðisþjónustu
- geti útskýrt hvað gæðastjórnun felur í sér
- kunni skil á grunnþáttum öryggisbrags
- geti gert grein fyrir helstu atriðum er varða atvik og atvikaskráningu
- geti útskýrt hvað gæðavísar eru
- kunni skil á því helsta sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins geta sjálfir gert til að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu

Efnisatriði

Verkefnastjórnun, ferli, aðferðir verkefnastjórnunar í heilbrigðisþjónustu, gæði, öryggi, öryggisbragur, atvik, atvikaskráning, eftirfylgni, gæðavísar, gæðahandbækur.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Hópverkefni þar sem nemendur velja sér viðfangsefni úr áfanganum, efnið flutt og rætt í kennslustund og skilað skriflega. Lokapróf.