Áfangi

Heildrænt nudd

  • Áfangaheiti: HEIN3HN05
  • Undanfari: KLNU3NT07

Markmið

Að nemandi skilji hvað felst í því að hugsa og vinna heildrænt.

Að nemandi læri að skilja samspil tilfinninga, hugsunar og líkama í meðhöndlun vöðvaspennu.

Að nemandi þekki helstu takmarkanir sem hugur hans setur honum.

Að nemandi öðlist leikni í skapandi gagnvirku nuddi.

Að nemandi öðlist hæfni til innihaldsríkra samskipta í gegnum nudd.

Að nemandi nái hæfni til að samþætta mismunandi nuddaðferðir í heildrænu nuddi.

Að nemandi læri góða beitingu eigin líkama við nuddbekkinn.

Efnisatriði

Heildrænt nudd, heildarhyggja, heilsa, heilbrigði, flæði, skynjun,skynsvið, tilfinningar, meðferðarsamskipti, vöðvabrynja, hömlur, traust, hjartalag, eftirgjöf, slökun, hugsun, hlustun, viðhorf, hugmyndir.

Námsfyrirkomulag

Innlögn á glærum og samræður

Leikur og dans

Hópefli

Verkleg sýnikennsla og innlögn verklegrar færni

Verkleg vinna nemenda hver á öðrum

Kennslugögn

Heildrænt nudd eftir Finnboga Gunnlaugsson. Fæst hjá kennara. Ljósrit frá kennara

Námsmat

Mæting og þátttaka í tímum 25%

Ritgerð - ,,Hvað gerir nudd og meðferð heildræna"? 25%

Verklegt próf 25% ,,Flæði og ásetningur"

Símat 25%