Áfangi

Mannréttindi

Efnisatriði

Í þessum áfanga er viðfangsefnið mannréttindi, bæði fræðilega og verklega. Í kennslustundum er fjallað um þróun mannréttinda síðan í fornöld og stöðu þeirra á okkar dögum, ekki síst málefni flóttamanna í heiminum. Hluti kennslustunda er felldur niður því að nemendur vinna sjálfboðastörf hjá hjálparsamtökum þar sem margvísleg verkefni eru í boði. Sú vinna er utan stundatöflu. Einnig gefst nemendum tækifæri til að taka þátt í flóttamannaleik Rauða krossins, Á flótta, en þar er auka-eining í boði.