Áfangi

Mat og greining

  • Áfangaheiti: MAGR2MG05
  • Undanfari: VÖFR2VÖ05

Markmið

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • eðlilegu hreyfisviði mismunandi liða líkamans og geti metið frávik frá því.
  • eðlilegum kúrfum í hrygg og frávik frá þeim.
  • reglum varðandi skoðun og þreifingu.
  • frábendingum tilvika sem eru ekki á færnisviði heilsunuddara
  • markmiðum og undirstöðuatriðum þess að taka heilsufarsskýrslu af nuddþega.
  • einkennum taugaklemma og æðaþrenginga frá bolað útlimum.
  • áhættuþáttum slæmrar líkamsstöðu.
  • bólgum og bólguferli.
  • liðskekkjum og brjósklosi.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meta vöðvatón og spennu í vöðvum með þreifingu.
  • meta samhverfu líkamans.
  • greina bólgur í vefjum með þreifingu.
  • meta liði og liðlínur með þreifingu.
  • framkvæma vöðvapróf til að meta styrk vöðva.
  • taka heilsufarsskýrslur.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • setja saman meðferð á grundvelli upplýsinga sem fást með þreifingu og spurningum í heilsufarsskýrslu.
  • búa til heilsufarsskýrslu og nota til að halda reiður á framþróun í meðferðum.
  • ráðleggja skjólstæðingum sínum varðandi áhættuþætti slæmrar líkamsstöðu.

Efnisatriði

Ástandsmat, bólgur, bólguferli,  bjúgur, brjósklos, meðferðaráætlun, góð líkamsstöðumat, áhættuþættir slæmrar líkamsstöðu, áslægar hindranir, hreyfigeta, leiðniverkir, líkamsstöðumat, liðhreyfingar, misræmi í lengd neðri útlima, snúningur hryggjarliða, sársaukahegðun mismunandi vefja, standandi skoðun, samhverfa í líkama, taugaklemmur, taugaflækjur, tilgangur heilsufarsskýrslu, virkar hreyfingar liða, æðaþrengingar, vöðvatónn, vöðvaspenna, vöðvastyrkur, vöðvapróf, þreifing mjúkvefja.

Námsfyrirkomulag

Samræður, sýnikennsla og nemendur reyna verklega innlögn hver á öðrum.

Kennslugögn

Kennsluefni fæst hjá kennara

Námsmat

Skriflegt próf, ástundun og verkefni