Áfangi

RÁÐ 101

  • Áfangaheiti: RÁÐG1RG01

Markmið

Tilgangurinn með áfanganum er að mynda stuðnings- og fræðsluhóp fyrir nemendur í brotthvarfshættu. Áfanginn er sniðinn að þeim sem eru að hefja nám aftur eftir hlé eða hafa stutta skólagöngu að baki.
Markmiðið er að styðja nemendurna og styrkja þannig að þeir tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð í námi,  ljúki námi annarinnar og efli með sér sjálfsöryggi og þrautseigju. Markmiðið er einnig að undirbúa nemendur undir frekara nám og störf og taki markvissar ákvarðanir þar að lútandi.

Námsfyrirkomulag

Hópurinn mun hittast einu sinni í viku og þar að auki hittir hver nemandi náms- og starfsráðgjafann þrisvar sinnum á önninni í einstaklingsviðtali.
Hóptímarnir samanstanda af fræðsluerindum, verkefnum og umræðum og fleira. Í einstaklingsviðtölunum eru rædd markmið, hindranir og leiðir að markmiðum. Einstaklingsviðtöl eru í byrjun, um miðja og í lok annar.

Kennslugögn

Verkefni afhent í tímum.
Stuðst er við stuðningskerfi „Sjálfstæði, öryggi, árangur“ eftir Önnu Sigurðardóttur, Björgu Birgisdóttur og Sigríði Huldu Jónsdóttur og WATCH verkefnaheftið eftir sömu höfunda.

Námsmat

Símatsáfangi þar sem metin er vinna í verkefnum, þátttaka í umræðum og mæting. Til að ljúka áfanganum þarf 75% raunmætingu. Ekki er gefin einkunn heldur „staðið“, „ekki staðið“.