Áfangi

Starfsþjálfun heilsunuddara

Markmið

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • starfsvettvangi heilsunuddara.
  • margvíslegum viðfangsefnum heilsunuddara.
  • rekstri heilsunuddstofu.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meta ástand skjólstæðinga og beita viðeigandi meðferð.
  • veita meðferð byggða á þeim aðferðum sem þeir lærðu í verknáminu.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • starfa sjálfstætt eða hjá öðrum við heilsunudd.
  • stofna og reka heilsunuddstofu.

Námsfyrirkomulag

Nemandi nuddar á vettvangi nuddsins.

Námsmat

Nemandi skal hafa lokið 450 klukkutímum við nuddstörf á vettvangi. Ferilbók skilað.