Áfangi

Búningar f. leikrit

  • Áfangaheiti: BÚNI2SL03

Markmið

Að nemendur kynnist búningahönnun fyrir sviðslistir og hvað fagið felur í sér. Farið verður í listræna, verklega og fræðilega þætti búningahönnunar og umsjá þeirra, jafnframt því sem nemendur vinna að sköpun og framleiðslu búninga.

Efnisatriði

Áfanginn fer fram samhliða uppsetningu leikverks vorannar og munu nemendur, undir handleiðslu kennara, vinna með leikurum og leikstjóra við hugmyndavinnu og framleiðslu búninga meðan á ferlinu stendur. Undir lokin munu nemendur svo fá tækifæri til að kynnast starfi umsjónarmanns búninga baksviðs á lokaæfingum og sýningum verksins.

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er í formi lotu og fer fram samhliða uppsetningu leikverks á vorönn. Kennslustundir eru kl. 14:15 á föstudögum og aukatímar utan stundatöflu þegar nær dregur frumsýningu.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Námsmat byggir á mætingu, vinnuframlagi í tímum og skriflegri lokasamantekt.