Áfangi

Sjónræn félagsfræði

  • Áfangaheiti: FÉLA2SJ05
  • Undanfari: FÉLV1IF05 eða LJÓS2SM05

Efnisatriði

Borgaravitund, félagsfræðilegt innsæi, photovoice, eigindlegar aðferðir, listræn ljósmyndun, fjölmenning, nútímavæðing, átakakenningar, femínismi, menning.

Námsfyrirkomulag

Þverfaglegt nám sem blandar saman ljósmyndatækni og félagsfræði. Markmiðið í sjónrænni félagsfræði er að skapa rými þar sem ólík reynsla nemenda úr mismunandi menningarheimum er tekin til greina og fær að njóta sín á forsendum fjölbreytileika. Nemendur kynnast mismunandi aðferðum og tækni við ljósmyndun. Þeirri tækni læra nemendur að beita til þess að greina og túlka samfélagið í gegnum myndavélina, öðlast sjónrænan skilning á samfélagslegum málefnum og öðlast færni til að tjá sig á gagnrýninn og um leið merkingarbæran hátt.

Kynntar verða kenningar og sjónarhorn félagsfræðinnar þegar kemur að fjölmenningu og samfélagsrýni, meðal annars með því að þróa með sér félagsfræðilegt innsæi. Nemendur læra eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi ljósmynda og vettvangsathuganna. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda sem og færni þeirra til tjáskipta við aðra af ólíkum menningarheimum.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Nánar tilgreint síðar