Áfangi

Undirbúningsáfangi fyrir AM-nemendur

Markmið

Áfanginn er ætlaður nemendum með annað móðurmál en íslensku. Í áfanganum eru valin nokkur þemu í Íslands- og mannkynssögu frá upphafi til okkar daga. Lögð verður áhersla á sögu þeirra landa sem nemendur koma frá og farnar verða safnaferðir í íslensk söfn.

Kennslugögn

Stuttir og hnitmiðaðir lestextar, fræðslumyndir, kvikmyndir og tölvuleikir um hvert og eitt þema. Nánari upplýsingar hjá kennara í byrjun annar.

Námsmat

Námsmat byggir á verkefnum, vinnubók nemenda, skyndiprófum og þátttöku í tímum.