Áfangi

Líffæra- og lífeðlisfræði tanntækna

  • Áfangaheiti: LÍOL3TT04
  • Undanfari: LÍOL2SS05 (má taka samhliða)

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandinn að kunna skil á líffærafræði höfuðsins og þá einkum í tengslum við munnsvæðið.  Farið er í bein, formfræði tanna, vöðva, munnslímu og taugar höfuðsins í framhaldi af því sem kennt er í Lol 103.  Einnig er farið í sársaukaskyn. Í síðari hluta áfangans er farið í form og heiti tanna.

Efnisatriði

Líffærafræði munnholsins, bein og liðir höfuðsins, vöðvar munnhols, andlits- og tyggivöðvar, munnslíma, munnvatn og munnvatnskirtlar, tunga, bragðlaukar og bragðskyn, taugar og blóðrásarkerfi munnhols, eitlur, sársaukaskyn, form og heiti tanna.

 

Námsfyrirkomulag

Efni áfangans er rakið og skýrt í fyrirlestrum og verklegum æfingum.  Ætlast er til að nemendur séu virkir í tímum og taki þátt í hópvinnu.

Kennslugögn

Stuðst er við Tandklinikassistent, grundforløb og hovedforløb, útgefin af Erhvervsskolernes Forlag. https://webshop.praxis.dk/soegeresultat/?q=tandklinikassistent ásamt ítarefni á netinu og hjá kennara.

Námsmat

Hvor hluti áfangangs vegur 50% af lokaeinkunn og verða nemendur að ná lágmarkseinkunn úr hvorum hluta fyrir sig. Tvö skrifleg próf eru úr fyrri hluta áfangans og verklegt próf úr þeim síðari.  Í verklega prófinu eru 5 tennur greindar og staðsettar.