Áfangi

Danskar kvikmyndir

  • Áfangaheiti: DANS2KV05
  • Undanfari: DANS2RM05

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er horft á danskar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, stuttmyndir og sýnishorn úr kvikmyndum. Nemendur kynnast mismunandi tegundum kvikmynda, þekktum leikurum og leikstjórum og fá innsýn í danska kvikmyndasögu. Nemendur nýta danskar heimasíður, tileinka sér sértækan orðaforða, greina myndir og taka þátt í umræðum og verkefnavinnu.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Símatsáfangi án lokaprófs.