Áfangi

Verkleg hjúkrun - inngangur

  • Áfangaheiti: HJVG1VG05
  • Undanfari: Æskilegt: LÍOL2SSO5 og SJÚK2MS05 eða a.m.k 3 annir í framhaldsskóla.
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Í áfanganum er fjallað um nánasta umhverfi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum og á heimili hans svo sem sjúkrarúmið, sjúkrastofuna og ýmis hjálpartæki. Fjallað er um persónulegar þarfir sjúklinga og leiðir til að mæta þeim. Fjallað er um fylgikvilla rúmlegu, mælingar og mat á lífsmörkum og skráningu þeirra, þar með talið öndunaraðstoð og súrefnisgjöf. Fjallað er um hreinlæti, smitgát, sýnatökur og frágang sýna. Áfanginn er að mestu verklegur og ekki kenndur í fjarnámi

Námsfyrirkomulag

Sýnikennsla og verklegar æfingar.
Áfanginn er kenndur samhliða HJÚK1AG05 hvort sem er í staðnámi eða fjarnámi.
ATH. Nemendur sem taka HJÚK1AG05 í fjarnámi mæta tvisvar í viku í þennan áfanga. Þetta er eini hjúkrunaráfanginn sem ekki er hægt að kenna í fjarnámi. Gert er ráð fyrir a.m.k. 85% mætingu.

Kennslugögn

Kennsluhefti í verklegri hjúkrun fyrir sjúkraliða (fjölritað handrit) tekið saman af Hildi S. Sigurðardóttur og Ingu Lútersdóttur
Hjúkrun – 1. þrep (Almenn hjúkrun) ritstjórn: Anne Sofie Steens og Lissi Hansen (2013). Ritstjóri íslensku útgáfunnar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir (2016)

Námsmat

Verkleg próf eru tvisvar á önninni. Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.