Áfangi

Undirbúningsáfangi

  • Áfangaheiti: STÆR1UN05
  • Undanfari: Fyrir nemendur með stærðfræðieinkunn D á grunnskólaprófi

Markmið

Að þjálfa nemendur í talnameðferð og vinnubrögðum við stærðfræðinám.
Að þjálfa nemendur í undirstöðuatriðum stærðfræðinnar.
Að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði.

Efnisatriði

Reikniaðgerðir, forgangsröð aðgerða, almenn brot, bókstafareikningur, jöfnur, þáttun og velda- og rótareikningur.

Námsfyrirkomulag

Einstaklingsmiðað nám. Nemendur vinna hver á sínum hraða og taka svo lotupróf þegar þeir hafa lokið hverri lotu. Gert er ráð fyrir að nemendur séu með einfalda reiknivél.

Kennslugögn

Kennsluhefti sem fást hjá kennara.

Námsmat

Nemendur taka lotupróf eftir hverja lotu/kafla og þurfa að ná að lágmarki 7,5 í lotunni til að komast í næstu lotu/kafla. Ef það næst ekki er fyrri lotan tekin aftur. Þeir sem klára a.m.k. 3 lotur en ekki allar fá áfangann metinn að hluta og þá sem STÆR1UN02 og halda þá áfram með þær lotur sem eftir eru á næstu önn til að ljúka við áfangann.