Áfangi

Eðlisfræði 3

  • Áfangaheiti: EÐLI3BR05
  • Undanfari: EÐLI2GR05 og STÆR2HV05

Markmið

Að nemandi:
• geti beitt hugtökunum rafkraftur og rafsvið
• kunni að nota hugtakið rafspenna
• þekki jafnstraumsrásir
• þekki segulsvið
• kunni skil á spani
• geti lýst rafsegulbylgjum

Efnisatriði

Rafleiðari, einangrari, lögmál Coulombs, tilraun Millikans, einingarhleðsla, rafsviðslínur, styrkur rafsviðs og lögmál Gauss. Rafspenna, volt, jafnspennulínur, jafnspennufletir, íspenna, rafeindavolt, þéttir, rýmd þéttis, farad, rafsvari, rafsvörunarstuðull, hlið- og raðtengdir þéttar. Jafnstraumsrás, rafstraumur, lögmál Ohms, viðnám, eðlisviðnám, óm, hitastuðull viðnáms, rafafl, reglur Kirchhoffs, hlið- og raðtenging í rás, jafngild viðnám, íspenna, pólspenna, innra viðnám. Hægrihandarregla segulsviðs, hægrihandarregla segulkrafts, styrkur segulsviðs, tesla, gauss, hraðasía fyrir hlaðnar eindir, spóla, rafsegull, segulsvörunarstuðull. Spönuð íspenna, segulflæði, lögmál Faradays, lögmál Lenz, víxlspan, sjálfspan og spennubreytir.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Í áfanganum eru tekin til athugunar grundvallaratriði rafmagns og segulsviðs og þau tengd umfjöllun um notkun rafmagns í tæknivæddu þjóðfélagi. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áföngum er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu, riti verkbók og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 1/6 af kennslutíma nemenda sé nýttur til verklegra æfinga í smærri námshópum. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem æskilegt er að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.

Kennslugögn

Eðlisfræði 303 eftir Davið Þorsteinsson

Námsmat

Lokapróf gildir u.þ.b. 50% en skyndipróf, skýrslur og önnur verkefni mynda svonefnda annareinkunn, sem gildir u.þ.b. 50%.