Áfangi

Bóklegar íþróttir

Markmið

Að nemendur öðlist grunnþekkingu í undirstöðuatriðum fyrir þjálfun líkamans. Einnig að nemendur fái innsýn á mikilvægi hreyfingar fyrir líkamann, og gildi hennar í daglegu lífi. Farið er í grunnþjálfun fyrir þol, styrk og liðleika. Einnig er aðeins komið inn á íþróttameiðsl og mataræði.

Efnisatriði

Að nemendur geri sér grein fyrir hvað hreyfing er mikilvæg fyrir líkamlega heilsu og að hreyfing hefur góð áhrif á að okkur líði einnig vel andlega.

Námsfyrirkomulag

Nemendur mæta í tvo tíma í viku og einn tími er í dreifnámi þar sem nemendur vinna í vinnubókinni. Nemendur skila vinnubókinni til kennara tvisvar yfir önnina.

Kennslugögn

Bókin : Þjálfun -  Heilsa -  Vellíðan og vinnubók með henni, IÐNÚ.

Námsmat

Bóklegt próf í lok annar sem gildir 70%.
Vinnubókin gildir 30%,
Það nær enginn áfanganum sem ekki skilar vinnubók.
Nemendur skila vinnubók tvisvar á önn.