Áfangi

ALM 103

Markmið

Að nemandi:
• þekki helstu lyfjanöfn
• þekki helstu tegundir lyfjaforma
• öðlist færni í notkun á sérlyfjaskrám og lyfjaverðskrá
• kunni skil á ATC-flokkunarkerfinu
• öðlist færni í notkun lyfjahandbóka
• kynnist tímaritum sem tengjast lyfjamálum
• kynnist gæðahandbókum lyfjabúða og sjúkrahúsapóteka
• kynnist lyfjafræðilegri umsjá (Pharmaceutical care) og þjónustu lyfjabúða við sjúklinga
• öðlist skilning á GMP, GPP og GLP-hugtökum
• kynnist sérhæfingu sjúkrahúsapóteka (lyfjalager/lyfjaval/deildarlyfjafræði)
• kynnist meðhöndlun og blöndun krabbameinslyfja og næringarlausna
• öðlist færni í meðhöndlun eftirritunarskyldra lyfja

Efnisatriði

Lyfjanöfn, lyfjaform, Sérlyfjaskrá, lyfjaverðskrá, Evrópska lyfjaskráin (Ph. Eur.), Ph. Nord., BP, USP, ATC-flokkunarkerfi, DLS, Merck, Martindale, gæðahandbækur, lyfjafræðileg umsjá, sala lausasölulyfja, sala lyfseðilsskyldra lyfja, þjónusta við heilsugæslustöðvar, lyfjaskömmtun, skipskistur, GMP, GPP, GLP, krabbameinslyf, næringarlausnir, eiturefni, eftirritunarskyld lyf, fagtímarit.

Námsfyrirkomulag

Nemendur gera mikið af verefnum sem byggja á leit í handbókum.

Kennslugögn

Almenn lyfjafræði 103, eftir Guðrúnu Kjartansdóttur

Námsmat

Verkefni úr Sérlyfjaskrá og uppfletting úr handbókum. Lokapróf úr því hvernig eigi að leita upplýsinga úr handbókum,GMP-reglum, flokkun lyfja og verðlagningu lyfseðla.