Áfangi

Bókfærsla 2

  • Áfangaheiti: BÓKF2FB05
  • Undanfari: BÓKF1IB05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Nemandi - kunni skil á færslum vegna innflutnings á vöru, helstu innflutningsskjölum, tollafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli, gengisbreytingum og kostnaði og fyrirkomulagi við geymslu á vöru í tollvörugeymslu - geti reiknað og bókað verðbætur, vexti og afborganir af verðtryggðum skuldabréfum - geti bókað færslur sem tengdar eru hlutabréfaeign; arður, gengisbreytingar, jöfnunarhlutabréf og svo framvegis - kunni að meðhöndla mismunandi virðisaukaskatt í bókhaldi - dýpki skilning sinn á færslum í launabókhaldi varðandi skil á; staðgreiðsluskatti, framlagi í lífeyrissjóð og tryggingagjaldi - geti unnið með viðskiptamannabókhald, sérstaklega með tilliti til innheimtu og afskrifta á viðskiptaskuldum - geti bókað færslur sem varða stofnun og slit fyrirtækja - geti bókað færslur sem varða breytingu á réttarformi fyrirtækja, samruna og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra

Efnisatriði

Grunnhugtök bókfærslu, debet, kredit, eignir, skuldir, gjöld og tekjur, bókhaldshringrás, tvíhliða bókhald, bókhaldsreikningar, dagbók, aðalbók/höfuðbók, viðskiptamannabók, launabókhald, reikningsjöfnuður, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, FOB og CIF skilmálar, bókhaldslög, virðisaukaskattslög, fylgiskjöl, millifærslur, athugasemdir, lokafærslur, afskriftir, söluhagnaður/tap eigna, innflutningur, tollur, álagning, gengisbreytingar, vextir, víxlar, verðbætur, afborganir af verðtryggðum skuldabréfum, tapaðar kröfur, hlutabréf, jöfnunarhlutabréf og arður, stofnun og slit fyrirtækja, breyting á réttarformi, samruni og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja.

Námsfyrirkomulag

Upplýsingar hjá kennara.

Kennslugögn

Tvíhliða bókhald 2,32 (útg. 2009) eftir Sigurjón Valdimarsson

Námsmat

Námsmat felst annars vegar í skriflegu prófi sem byggir á markmiðum áfangans og hins vegar símati sem meðal annars getur falist í skyndiprófum, verkefnum, mati á ástundun og virkni. Mikilvægt er að kanna þekkingu nemenda jafnt og þétt yfir námstímann.