Áfangi

Þýska 4

Markmið

Lestur: Að nemendur verði færir um að lesa sjálfstætt fjölbreytta texta svo sem sögur og hraðlestrarefni. Nemendur þjálfist í að greina aðalatriði í texta.
Ritun: Að nemendur verði færir um að koma hugsunum sínum á framfæri í rituðu máli t.d. lýsingum á fólki, stöðum, atvikum og gera úrdrátt úr texta, í samræmi við orðaforða og málfræði áfangans.
Tal: Að nemendur verði færir um að tjá sig með þeim orðaforða sem þeir afla sér og geti þannig bæði veitt og beðið um ýmsar upplýsingar, lýst persónum, hlutum, atvikum, staðháttum og endursagt texta.
Hlustun: Að nemendur verði færir um að skilja þýskt mál, talað (t.d. kennari, félagar) og á snældum eða í kvikmyndum.
Notkun hjálpargagna: Nemendur verði færir um að nota þýsk-þýska orðabók í tengslum við ofangreinda þætti. Einnig geti þeir notað önnur uppflettirit og alnetið til að leita heimilda í tengslum við námið.

Kennslugögn

Der Fall Schlachter - Felix und Theo
Kennsluhefti ÞÝSK2BU05 eingöngu selt hjá kennara (í fyrstu kennsluviku annarinnar).

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og því ekkert lokapróf.
Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats með lágmarkseinkunn 4,5.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Thyska/namsaatlanir.html