Áfangi

Bókmenntir

Markmið

1. Lestur: Að nemendur verði færir um að lesa sjálfstætt fjölbreytta texta og geti greint aðalatriði í texta frá aukaatriðum.
2. Ritun: Að nemendur verði færir um að koma hugsunum sínum á framfæri í rituðu máli t.d. í lýsingum á fólki, stöðum, atvikum og gera útdrátt úr texta, í samræmi við orðaforða áfangans.
3. Tal: Að nemendur verði færir um að tjá sig með þeim orðaforða sem þeir hafa aflað sér.
4. Hlustun: Að nemendur verði færir um að skilja þýskt mál, talað (t.d. kennari, félagar) og á snældum, diskum eða í kvikmyndum.
5. Notkun hjálpargagna: Að nemendur geti notað alnetið til að leita heimilda í tengslum við námið.

Kennslugögn

Drei Männer im Schnee eftir Erich Kästner (ER, Easy readers/Leicht zu lesen)
Efni frá kennara. Alnetið

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og því ekkert lokapróf.
Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats með lágmarkseinkunn 4,5.