Áfangi

Grunnáfangi

  • Áfangaheiti: ÍSLE1GR05
  • Undanfari: Fyrir nemendur með íslenskueinkunn C á grunnskólaprófi

Markmið

Að loknum þessum áfanga skulu nemendur

- hafa aukið lestrarhraða sinn og bætt lesskilning með lestri bókmennta
- þekkja nokkur hugtök bókmenntafræðinnar
- hafa öðlast talsverða leikni í ritun og ritgerðasmíð og kunna að byggja upp bókmenntaritgerð með hugtökum bókmenntafræðinnar
- kunna helstu setningarhluta og skil á aðal- og aukasetningum
- geta notað setningafræði lítillega við stíllýsingu, einkum varðandi orðaröð
- kunna málfræði sér til gagns við stafsetningu og skrifa rétt
- kunna greinarmerkjasetningu

Námsfyrirkomulag

Verkefnaskil og próf

Skilaverkefni: Nemendur eiga að vinna þau verkefni sem skila á skv. kennsluáætlun og skila til kennara samkvæmt fyrirmælum. Ljúka skal verkefnum með þeim hætti sem tilgreint er í kennsluáætlun.
Nemendur sem greindir hafa verið með lestrar- og skriftarörðugleika (dyslexiu) og aðrir nemendur með skynjunarörðugleika eiga rétt á

- lengri próftíma
- að fá próf lesin inn á hljóðsnældur
- að fá próf lesin fyrir sig
- að fá próf með stærra letri
Aðstoð getur einnig verið með öðrum hætti ef óskað er og er það metið í hverju tilfelli.

Tvær vikur á önninni verða notaðar í ritunarvinnu.

Kennslugögn

Tungutak - Beygingafræði handa framhaldsskólum eftir Ásdísi Arnalds, Elínborgu Ragnarsdóttir og Sólveigu Einarsdóttur
John Boyne. Strákurinn í röndóttu náttfötunum. Ísl. þýð. Áslaug Agnarsdóttir. Reykjavík 2008.

Námsmat

Verkefni og hlutapróf. Sjá nánar í kennsluáætlun.

Tengd vefslóð

http://www2.fa.is/Islenska