Áfangi

Þjóðhagfræði 2

Markmið

Nemandi - þekki hringrás efnahagslífsins og átti sig á samhengi hagstærða - geti túlkað heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfinu með hjálp einfalds haglíkans - þekki til margföldunaráhrifa í hagkerfinu og ástæðna fyrir þeim - geti reiknað út þjóðartekjur í jafnvægi og aðrar helstu hagstærðir með hjálp einfalds haglíkans - þekki tæki fjármálastjórnunar og reikni út áhrif beitingar þeirra í einföldu haglíkani - átti sig á vandamálum sem tengjast hallarekstri hins opinbera - þekki helstu ákvörðunarþætti peningaeftirspurnar og peningaframboðs - þekki helstu tæki peningamálastjórnar og geri sér grein fyrir áhrifum beitingar þeirra á vaxtastig - þekki til þeirra tengsla sem eru á milli vöru- og peningamarkaðar og afleiðinga þeirra fyrir áhrifamátt hagstjórnaraðgerða - þekki hugtakið raungengi og átti sig á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúskapinn - þekki til helstu vandamála sem fylgja hagstjórn í opnu hagkerfi - átti sig á afleiðingum nafngengisbreytinga fyrir þjóðarbúskapinn - geti útskýrt með hjálp línurita hvernig heildarframboð og heildareftirspurn ákvarðar verðlag og raunþjóðartekjur - sé fær um að túlka innra og ytra jafnvægi í hagkerfinu og geti útskýrt hvernig mismunandi hagstjórnaraðgerðir geta fært hagkerfið nær innra og ytra jafnvægi - þekki til meginkenninga um ákvörðun þjóðartekna og áhrifamátt hagstjórnar - þekki til meginhugmynda í „framboðssinnaðri“ hagfræði - þekki til hugmynda um þátt væntinga í efnahagslífinu, svo sem kenninga um „skynsamlegar væntingar“ - þekki hugtakið velferðarauki og átti sig á því hvernig hann skerðist við einokun - þekki hugtakið markaðsbrestur og helstu ástæður fyrir markaðsbresti - geti tilgreint dæmi um „ytri áhrif“ í framleiðslu og neyslu - átti sig á samhengi umhverfismála og markaðsverðmyndunar

Efnisatriði

Efnahagshringrás, heildareftirspurn, heildarframboð, (raun)þjóðartekjur, verðlag, margföldunaráhrif, fjármálastjórn, peningamálastjórn, ríkisfjármál, vaxtastig, tenging vörumarkaðar og peningamarkaðar, gengisstjórn, raungengi, kenningar Keynes, klassísk hagfræði, framboðshyggja, skynsamlegar væntingar, fullkomin samkeppni, einokun, velferðarauki, ytri áhrif, markaðsbrestir, samfélagslegar vörur.

Kennslugögn

Þjóðhagfræði eftir Þórunni Klemenzdóttur (2018).  Þetta er sama bók og notuð er í HAGF2AÞ05

Námsmat

Námsmat byggist á því hve vel markmiðum er náð. Skrifleg próf, einstaklingsverkefni og hópverkefni koma til greina í því skyni. Þekking á hugtökum og skilningur á efnahagslegu samhengi skiptir miklu máli. Æskilegt væri að námsmat byggðist að einhverju leyti á hópverkefnum þar sem nemendur fengju þjálfun í að beita þessum hugtökum í umræðu um efnahagsmál.