Áfangi

Fjármál 1

  • Áfangaheiti: FJMÁ2FF05
  • Undanfari: STÆR1GR05 eða stærðfræðieinkunn A eða B á grunnskólaprófi.

Markmið

Nemandi - þekki til fjárhagsáætlana og skilji hvaða gagn einstaklingar og fyrirtæki geti haft af þeim - geti útskýrt helstu vaxtahugtök - geti reiknað út vaxtaupphæð, framtíðarvirði höfuðstóls, núvirði höfuðstóls, vaxtaprósentu og tíma í einföldum og samsettum vaxtareikningi - þekki til mismunandi sparnaðarleiða einstaklinga - þekki helstu tegundir skuldabréfa og geti reiknað út greiðslur tengdar þeim - þekki til helstu lánavalkosta sem einstaklingar standa frammi fyrir ásamt kostnaði og ábyrgð sem fylgir því að taka lán - þekki til útreiknings á vísitölum og hagnýtra nota af þeim - þekki til helstu aðferða við verðtryggingu og geti reiknað út greiðslur af verðtryggðum skuldabréfum - geti reiknað út greiðslur, núvirði og framtíðarvirði greiðsluraða - geti reiknað út ávöxtun og greint á milli nafnávöxtunar og raunávöxtunar - geti reiknað út breytingar á gengi og verði gjaldmiðla - geti reiknað út kaupverð, gengi, afföll og yfirverð einföldustu gerða skuldabréfa - geti reiknað út hagkvæmustu fjárfestingavalkosti/tilboð með hjálp núvirðisreikninga - geti reiknað út innri vexti greiðsluraðar - geti skilgreint hvað er hlutabréf og í hvaða formi hluthafar geti vænst ávöxtunar af hlutabréfaeign sinni - þekki til helstu markaðsverðbréfa á íslenskum verðbréfamarkaði - þekki til hugbúnaðar sem nýtist vel til útreikninga á sviði fjármála og hafi fengið nokkra æfingu í notkun hans - geti hagnýtt sér Netið til öflunar fjármálalegra upplýsinga

Efnisatriði

Fjárhagsáætlanir, sparnaðarleiðir, ávöxtun, nafnvextir, raunvextir, fórnarvextir, forvextir, verðtrygging, núvirði, ávöxtunarkrafa, innri vextir, framtíðarvirði, greiðsluraðir, skuldabréf og mismunandi greiðsluform þeirra, kaupverð/gengi/afföll/yfirverð skuldabréfa, vísitölur, gengisútreikningar á gjaldmiðlum, mat á tilboðum/fjárfestingavalkostum, hlutabréf, markaðsverðbréf.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Við námsmat hentar að beita skriflegum prófum til að kanna skilning nemenda á námsefninu í samræmi við markmið áfangans. Einnig getur hentað að beita einstaklings- og hópverkefnum þar sem reynir á getu nemenda til að nota upplýsingatækni við lausn fjármálalegra viðfangsefna. Mikil áhersla er á að meta hæfni nemenda til að leysa dæmi tengd fjármálum.